Rannsóknir mikilvæg forsenda góðrar kennslu

Í fréttinni segir:

Ríkisendurskoðun tekur undir það sjónarmið að akademísk staða háskóla, þ.e. menntun kennara og rannsóknarvirkni, og gæði kennslu séu tveir aðskildir þættir. Akademísk staða gefur þó til kynna hvort skólarnir hafi yfir að ráða velmenntuðu starfsfólki sem fylgist með nýjungum á fræðasviði sínu og reynir að stuðla að framþróun þess. Að því leyti er hún viss forsenda gæða. Um það hljóta jafnt forstöðumenn háskóla sem yfirvöld menntamála að vera sammála.

Ég er algjörlega sammála því að hátt menntunarstig og mikil rannsóknavirkni er nauðsynleg forsenda góðrar kennslu og stuðlar að því að það nám sem boðið er upp á feli alltaf í sér helstu nýjungar á viðkomandi sviði. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við ráðnungu nýrra akademískra starfsmanna  í tölvunarfræðideild HR er mikil áhersla lögð á þessi atriði enda kemur greinilega fram í skýrslunni að rannsóknavirkni deildarinnar, eins og hún er mæld í útektinni, hefur meira en sexfaldast á tímabilinu sem athugunin náði yfir. Við hjá deildinni höldum að sjálfsögðu áfra  þessarri þróun og hlökkum því verulega til næstu úttektar Ríkisendurskoðunar á gæaðmálum deildarinnar sem við væntum að verði gerð eftir 3 ár og  þar sem afrakstur átaks okkar verður gerður lýðum ljós.

Áður en ég yfirgef þessa færslu, get ég ekki stillt mig um að koma með smá persónulegt ívaf og vitna í álit kærunefndar jafnréttismála í máli nr. 10/2005, sjónarmið Háskóla Íslands (http://www.rettarheimild.is/Felagsmala/KaerunefndJafnrettismala/2006/06/01/nr/2211) en þar segir:Það hafi verið mat deildarinnar að vegna eðlis fagsins (tölvunarfræði) væri mikilvægara að fá til starfans kennara sem hefði reynslu af kennslu í grunnnámskeiðum tölvunarfræði en framhaldsnámskeiðum og/eða með mikla rannsóknareynslu. Þetta hafi umsækjendum mátt vera ljóst.

Ég skora hérmeð á tölvunarfræðiskor Háskóla Ísands að virða viðhorf Ríkisendurskoðunar  og endurskoða viðhorf sitt til fagsins tölvunarfræði og stuðla þannig að því að skapa því þann sess sem því ber í íslensku samfélagi.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér rannsóknavirkni akademískra starfsmanna í tölvunarfræði HR og HÍ eins og hún birtist frá alþjóðlegu sjónarmiði, (þeas án þess að "aðlaga hana séríslenskum aðstæðum")  er boðið að heimsækja eftirfarandi vefsíður: http://www.ru.is/luca/csstaff.html    http://www.ru.is/luca/csstaffHI.html.


mbl.is Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við umfjöllun um háskólaskýrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Anna Ingólfsdóttir

Höfundur

Anna Ingólfsdóttir
Anna Ingólfsdóttir

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband